Að sett verði upp örugg hjólageymsla við strætómiðstöðina í Hamraborg. Hún gæti verið á Hálsatorgi eða hver sem er í nágrenninu. Hún gæti þannig bæði nýst strætófarþegum og starfsfólki vinnustaða í nágrenninu. Slík hjólageymsla auðveldar samþættingu hjólreiða og almenningssamgangna þannig að fólk geti hjólað inn í Hamraborg og tekið strætó þaðan. En til þess þurfa menn að telja hjól sín örugg á meðan þeir eru í vinnu eða skóla.
Tíðni ferða stofnleiða strætó verða meiri en tíðni hverfisvagna og því er nauðsynlegt að sem flestir geti komist á biðstöðvar stofnleiða án þess að þufa að taka hverfisvagna. Með því að auðvelda fólki að fara á reiðhjólum að biðstöðvum stofnleiða geta íbúar í mun stærri radíus frá þeim gert það. En til þess verða menn að geta geymt reiðhjólin sín með öruggum hætti við þessar biðstöðvar meðan þeir eru í vinnu eða skóla. Þessar hjólageymslur geta líka nýst fólki sem vinnur nálægt Hamraborginni.
Þessi hugmynd var ekki kosin áfram af íbúum í íbúakosningu haustið 2016. Hægt er að fylgjast með framkvæmdum verkefna sem hlutu brautargengi í kosningu á heimasíðu Kópavogsbæjar. Takk fyrir þátttökuna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation